Það liggur svo makalaust

Það liggur svo makalaust ljómandi á mér,

mér líkar svo vel hvernig heimurinn er,

mér sýnist allt lífið svo ljómandi bjart

og langar að segja svo dæmalaust margt.

Hæ, dúllía dúllía dúllía dæ

Hæ, dúllía dúllía dúllía dæ

Mér sýnist allt lífið svo ljómandi bjart

og langar að segja svo dæmalaust margt

 

Það skilst varla hjá mér eitt einasta orð,

mér allt sýnist hringsnúast, stólar og borð.

Minn hattur er týndur og horfið mitt úr.

Ég held ég sé kominn á sjóðandi túr.

 

Hæ, dúllía…

 

Samt líð ég hér áfram í indælis ró,

í algleymis dillandi löngunarfró.

Já, þetta er nú algleymi, ef algleymi er til

því ekkert ég man eða veit eða skil.

 

Hæ, dúllía